Hér birtast upplýsingar og myndir af ýmsum steinum sem við höfum til sölu. Athugið að verð er oftast gefið upp per carat og þarf því að margfalda með þyngd (carat) til að fá heildarverð steins ef það er ekki tekið fram.
Í boði eru bæði precious og semi precious steinar. Precious steinar eru blár Safír og Rubín.
Semi precious steinarnir eru fjölmargir, þeir helstu eru Quarts steinarnir Citrine og Amethyst sem eru ódýrir og vinsælir út um allan heim og henta vel í margskonar skartgripi. þá verða alltaf í boði Garnet, Peridot , Tourmaline, Zircon, Rainbow Moonstone og Topaz bæði litlaus og hinn vinsæli Swiss Blue og London Blue.
Einnig munum við kynna sérstaklega á Íslandi nýuppgötvaða og fágæta tegund af Safír sem nefnist Golden Sheen Sapphire.
Aðrir steinar sem eru ekki eins algengir en reynt verður að hafa í boði eru t.d. Kyanite, Iolite og Diopside. Ógagnsæir (opaque) steinar sem eru nokkuð vinsælir eru Turqouise, Malachite, Labradorite (ekki þó alltaf opaque)og Tiger eye Quarts.
Tegundum í boði mun fjölga en þar sem þessi markaður er nokkuð sveiflukenndur hvað varðar framboð þá er ekki víst að náist að fylla fljótt í skarðið þegar tegund selst upp. Sama á við um verðið, það gæti sveiflast í báðar áttir eftir því hvernig verðum innflytjandi nær.
Til að byrja með setjum við upplýsingarnar í þrjú youtube video sem eru að finna neðst á forsíðunni og einnig hér að neðan í footernum. Við hvetjum ykkur til að skoða þau en þau sýna hluta af úrvalinu auk þess sem margskonar fróðleikur um steinana kemur fram.
Góða skemmtun!